Hvernig væri að kynna sér málið?

Mér finnst lágmark að þeir sem tjá sig um mál málanna lesi sér til. Allir sem ætla sér að kjósa um lögin ættu að vita hvað þeir eru að skrifa undir. Er umræðan á villigötum eða ekki? Ef þú gefur þér 10 mínútur til að lesa lögin getur þú myndað þér skoðun sem byggir á traustum heimildum.

Spurningin sem við ætlum að svara í þjóðaratkvæðagreiðslunni hljóðar svona:

„Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?"

Lög nr. 1/2010 má nálgast hér:

http://www.althingi.is/altext/stjt/2010.001.html 

Lög nr. 96/2009 má nálgast hér:

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2009096.html 

Ég hvet fólk til að mynda sér sína eigin skoðun eftir lestur laganna. Skoðun sem byggir á traustari grunni en gasprið í stjórnmálamönnum og öðrum hlutaðeigandi.

Ein spurning í lokin. Hve margir af þeim sem skrifuðu undir áskorunina til forsetans voru búnir að lesa lögin? Nú spyrja margir hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun þó að svona margir hafi skrifað undir. Við verðum að vera upplýst áður en við kjósum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það skiptir máli að sem flestir lesi lögin. Sérstaklega þeir sem ætla að nýta atkvæðisréttinn.

Bestu kveðjur,
mbl.is Mjög gott skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband