Bjarni áfram með dómsdagsspár

Mikið svakalega getur formaður sjálfstæðisflokksins gasprað um að líf ríkisstjórnarinnar hangi á bláþræði. Er hann að reyna að beina athyglinni frá því að það var fyrst og fremst flokkurinn hans sem ber ábyrgð á því efnahagslega hruni sem varð?

Fyrir mér kemur ekki til greina að Sjálfstæðisflokkurinn setjist aftur við stjórnvölin.

Ríkisstjórn sem getur ekki leyst þetta vandamál getur ekki haldið áfram segir hann -

Ríkisstjórn sem kom okkur í þessi vandamál á ekkert erindi í ríkisstjórn segi ég

Niðurstaðan er því að Sjálfstæðisflokkurinn á að víkja, eða a.m.k. hætta að valda usla og fara að koma með lausnir við vandamálunum sem þeir bjuggu til.

Vinstri stjórn lengi lifi - verst að hún kemst aðeins að þegar hægri öflin eru búin að koma okkur í svo mikil vandræði að það verður að fara að hugsa til vinstri. Síðan finnst öllum svo gaman að eyða að hægri stjórn er kosin um leið og það má fara að eyða og safna skuldum á nýjan leik.


mbl.is Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Kristbjörg, hann Bjarni er bara að segja það sem núverandi ríkistjórn er sjálf búin að segja Gylfi Magnússon síðast ásamt Þórunni Sveinbjarnadóttir. Ef Icesave verður ekki samþykkt fari Ríkistjórnin frá... Það er ekki hægt að vera með Ríkistjórn sem gerir ekkert annað en svíkja fólkið sitt.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.1.2010 kl. 10:35

2 Smámynd: Kristbjörg Erla Hreinsdóttir

Sjálfstæðisflokkur og framsókn sátu áfram eftir að fjölmiðlalögin voru tekin aftur inn í þingið. Ef þessi ríkisstjórn fer frá þá vil ég eitthvað betra en sjálfstæðisflokk og framsókn í staðinn. Tel að af tvennu illu þá vilji ég miklu frekar vinstri flokkana í stjórn. Best væri að fá algerlega nýja flokka með blöndu að gömlum og nýjum pólitíkusum.

Sú staðhæfing að þessi ríkisstjórn geri ekki annað en að svíkja fólkið sitt er eitthvað sem ég trúi ekki. Ég er viss um að þau eru að gera sitt besta.

Kristbjörg Erla Hreinsdóttir, 16.1.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband