Spilaborgirnar hrynja

Þeir sem einblýna á græðgi fyrir sína hönd geta greinilega strandað gamalgrónum fyrirtækjum sem eitt sinn höfðu langtímamarkmið að leiðarljósi. Hálfur milljarður er ekkert miðað við það sem aðrir skulda. Maður er eiginlega bara dofinn yfir upphæðum sem eru mörgum núllum fyrir ofan það sem maður hefur á milli handanna allt lífið.

Loftbóluupphæð byggð í skýjahöll sem einhvern vegin náði að verða að veruleika þó þetta gæti engan vegin staðist. Það er hægt að láta allar steypur ganga upp í exel og margir létu heillast af jakkafataklæddu fólki sem vann við að sannfæra fólk um að þetta væri eðlilegt. Hvernig í ósköpunum var hægt að komast upp með svona vinnubrögð? Það sem meira skiptir - hvernig komum við í veg fyrir að svona geti komið fyrir aftur.

Sölvi Tryggvason er með marga áhugaverða pistla sem ég mæli með

http://www.pressan.is/spjallidmedsolva 

- hann nefnir m.a. siðblindu og ég er sannfærð um að hún spili stóran þátt í hruninu.

Margir af þessum mönnum kunna ekki að skammast sín og því verða að vera til lög sem halda aftur af þeim.


mbl.is A. Karlsson gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband