Konur og stúlkubörn eru óæðri, hver vegna ekki að nota þau sem skildi?

Þessi frétt kemur mér því miður ekki á óvart. Nú fyrir stundu kláraði ég að lesa bók sem Jean P. Sasson skrifaði og kom út í íslenskri þýðingu árið 1994. Þessi merkilega bók, Í fjötrum, segir frá lífi konu í Saudi-Arabíu. Því miður hefur ástandið ekki breyst og mun ekki breytast fyrr en í fulla hnefana.

Þar, eins og talibanar boða, ríkir ofræði karlmannsins. Konan fær ekki að fara út úr húsi nema bera blæju. Fæðing þeirra og dauði er svo ómerkilegur að það er ekki skráð í bækur. Stúlkubörn fá aðeins að lifa ef karlmanninum sýnist svo. Allt gengur út á að eignast sem flesta drengi sem geta haldið kúguninni áfram. Ef konu er nauðgað er hún hóra og grýtt til bana. Karlmaðurinn fær kannski orð í eyra.

Konan er hulin til að karlmenn geti haldið betur vörð um kynkvöt hennar. Síðan kaupa þeir stúlkubörn af fátæku fólki og hlæja á meðan þeir skemmta sér. Þeir eiga margar konur og óteljandi hjákonur, samt er það konan sem ber ábyrgð á lostanum.

Ég ætla að vitna orðrétt í Bókarauka B sem fjallar um lög í Saudi-Arabíu:

Hvers vegna er konum óheimilt að bera vitni í glæpamálum

Gefnar eru upp fjórar ástæður fyrir því að vitnisburður kvenna gildir ekki fyrir dómstólum í Saudi-Arabíu.

1. Konur er meiri tilfinningaverur en karlmenn og tilfinningasemin getur brenglað vitnisburð þeirra.

2. Konur eru ekki þátttakendur í opinberu lífi og hafa því ekki skilning á því sem ber fyrir augu þeirra.

3. Konur eru undir yfirstjórn karlmanna sem Allah hefur ákvarðað að séu þeim æðri; vitnisburður kvenna fer eftir því hvað síðasti karlmaður sagði þeim.

4. Konur eru gleymnar og ekki hægt að treysta vitnisburði þeirra.

Ég mæli með því að allir lesi þessa bók og geri það sem í þeirra valdi stendur til að uppræta kúgun og spillingu með fræðslu og réttlætisvitund.

Það sem þú vilt að aðrir gjöri yður skalt þú þeim gjöra. Kannski má fella þessa menn á eigin bragði með því að benda á staði í kóraninum. Hinsvegar er ég þeirrar skoðunar að það sé fátt hættulegra en fólk sem trúir í blindni á orð annarra. Sérstaklega orð sem voru skrifuð árið 650 og túlkuð af karlrembum árið 1744 sem bjuggu til grimmilegt refsingakerfi.


mbl.is Skýla sér bak við óbreytta borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband