Hve marga hafa íslenskir fjölmiðlar hengt í hruninu?

Sá fréttaflutningur sem hefur átt sér stað eftir hrun hefur einkennst af æsifréttamennsku sem ég hef aldrei upplifað áður. Við erum dauðadæmd ef við samþykkjum Icesave og við erum dauðadæmd ef við samþykkjum ekki þennan samning. Enginn millivegur og engin lausn í sjónmáli. Af því að nokkrir stjórnmálamenn, viðskiptamenn og bankamenn á toppnum haga sér illa þá tala fjölmiðlar eins og allir séu sekir. Skynsamlegt fólk veit að þegar talað er um að bankamenn beri að vissu leiti ábyrgð á hruninu þá erum við að tala um svona 10% af hópnum. Það sama á við um unglingavandamálið margfræga. Eru allir unglingar fífl þó að nokkrir hagi sér illa?

Styðjum vandaðan fréttaflutning - það skiptir okkur máli að okkur sé sagt satt og rétt frá. Skoða allar hliðar á málinu áður en það er hlaupið með fréttina í prentsmiðju.


mbl.is Ekstra Bladet liggur undir ámæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég minni bara á Lúkas, fyrir ekki löngu síðan

Gulli (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 19:48

2 Smámynd: Kristbjörg Erla Hreinsdóttir

Skarplega athugað Gulli - Við ættum að taka öllu sem við lesum með fyrirvara.

Kristbjörg Erla Hreinsdóttir, 23.1.2010 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband