Töfralausnir stjórnarandstöðunnar

Núú, er þetta ekki svona einfalt eftir allt saman?

Ég fagna því að stjórnarandstaðan hafi verið tekin með í samningaviðræðurnar, þetta fólk hættir þá að básúna alla þessa möguleika sem eru (ekki) í stöðunni. Gerir fólki í kleyft að vinna sína vinnu og eykur skilning meðal þjóðarinnar. Stjórnarandstaðan getur ekki verið á móti lengur því nú situr hún við hlið ríkisstjórnarinnar. Búin að komast að því að þó það séu miklar og góðar hugmyndir uppi á borðum þá þarf 2 til að dansa tangó og það eru fyrst og fremst Bretar og Hollendingar sem stíga á tærnar á Íslendingum, ekki ríkisstjórn Íslands. Spjótunum er kannski beint í réttari átt núna í staðinn fyrir þetta innherjarrifrildi sem er búið að vaða uppi síðan IceSave skandallinn kom upp.


mbl.is Vilja 2,75% álag á vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Nákvæmlega. Því miður ætlar þetta mál engan endi að taka. Þetta er makalaust bull.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 22.2.2010 kl. 11:07

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hreinsum út spillingarliðið á alþingi, þeir sem vilja vinna með fólkinu komi út restin má vera eftir og forða sér út um undirgöng þau þekkja þá leið síðan búsáhaldabyltingin var.

Sigurður Haraldsson, 22.2.2010 kl. 17:26

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mestu hræsnarar íslandssögunar sitja einmitt í stjórnarandstöðunni núna og er þetta útspil þeirra að kosta íslensku þjóðina offjár á hverjum degi. Við töpum mest á því að hafa ekki gengið frá þessum samningi heldur en ágreiningi um vaxtarkjör.


Brynjar Jóhannsson, 22.2.2010 kl. 17:45

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Brynjar þetta snýst um að láta ekki troða á okkur lýðræðið er að veði!

Sigurður Haraldsson, 22.2.2010 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband