Vonandi fleiri möguleikar í stöðunni í dag

Forsvarsmenn þessarar ríkisstjórnar halda því fram að þessi samningur sé það besta sem hafi boðist. Bretar og Hollendingar hafi ekki tekið frekari málamiðlunum. Ég trúi því að Jóhanna, sem hefur barist fyrir fólkið í öll þessi ár, velji leiðir sem hún telur farsælastar miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir að svo stöddu. Það er ljóst að það er á brattann að sækja og má það helst rekja til þess hugarástands sem þjóðin er í um þessar mundir.

Stjórnmálaflokkarnir eins og þeir leggja sig eru úreltir, það ætti að leggja þá alla niður og byrja upp á nýtt með breyttum áherslum. Sú hægri hugsun sem hefur verið ríkjandi kom okkur í þetta vesen og því segi ég að við ættum að halda áfram að hneigjast til vinstri. Það er góð hugmynd að láta stjórnmálamennina okkar skrifa undir samkomulag um að allt verði gert til að uppfylla kosningaloforðin. Eins og þið getið lesið um á ingagm.blog.is. En stundum hefur fólk ekki sömu sýn á leiðir að markmiðunum og þess vegna höfum við stjórnarandstöðu sem ríkisstjórnin verður að taka tillit til. Þingmennirnir okkar eru mannlegir og taka gagnrýni inn á sig eins og annað fólk.

Það má ekki gleyma því að það er hlutverk stjórnarandstöðu að gagnrýna og eins og staðan er núna þá langar engum til að borga skuldir óreiðumanna. Stjórnarliðar eru sammála þjóðinni um að ástandið er ömurlegt. Öllum langar að landa góðum samningum og það má endalaust deila um hvort þessi leið hefði verið betri en hin. Málið er að stundum verður maður að velja á milli kosta sem allir eru slæmir. Ef þú þarft að taka ákvörðun í dag þá gagnast lítið að fá nýja lausn í hendurnar á morgun.

Það á að refsa öllum sem voru vísvitandi að nýta sér glufur sem urðu að lokum til þess að íslendingar urðu gjaldþrota. Mál af þessari stærðargráðu taka mörg ár í dómskerfinu og þó fólk sjái ekki að það sé verið að gera eitthvað þá er ég viss um að það er ýmislegt að gerast í þessum málum. Annað er óhugsandi. Við verðum að vera þolinmóð þegar kemur að ríkisreknum málum. Það er mun auðveldara fyrir þig að flytja heldur en ríkisfyrirtæki svo dæmi sé tekið. Kennitölur ofan í kennitölur ofan í fleiri kennitölur... þetta er ekki fyrir venjulegt fólk að leysa úr.

Með von um að allir taki upplýsta ákvörðun um IceSave ef kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Ekki formleg niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband