31.5.2010 | 13:02
Tapsár höfðingi?
Fyrirsögnin er lýsandi fyrir hrokann í ákveðnum flokksmeðlimum. Er hissa á hvað Sjálfstæðisflokkurinn kom vel út í kosningunum (ekki bara í Reykjavík) miðað við hversu augljóslega Framsóknarflokki var refsað.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri í samningaviðræðum við Bezta væri örugglega ekki talað um valdatöku í Morgunblaðinu. Þegar ég las fyrirsögnina hélt ég að þetta væru fréttir af óeirðum utan úr heimi.
Undirbúa valdatöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.