Gott hjá henni

Ef þið skoðið aðra fréttamiðla á Íslandi jafn mikið og Morgunblaðið þá rekist þið á nokkrar fréttir og umræður sem eru byggðar á öðru en pirringi í garð ríkisstjórnarinnar

Þannig kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag að tekjuminnstir hafa misst minnst - http://vefblod.visir.is/index.php?netpaper=147

Þetta þykir ekki einu sinni frétt á mbl.is - hér stendur að það þurfi nýja peningamálastefnu og Ísland lækkar á lífskjaralista. Segir það ekki eitthvað um heilagan sannleik Morgunblaðsins?

Og hér er frétt um hversu heimtufrekir Íslendingar eru - http://www.pressan.is/pressupennar/Lesagrein/heimtufrekasta-thjod-i-heimi

Þetta eru greinar sem eru byggðar á rannsóknum og þó manni finnist sannleikurinn oft sár að þá má lesa það úr bók sem heitir Staðbundin Stjórnmál og er kennd á fyrsta ári í stjórnmálafræði að þegar hægri öfl eru við völd þá er allt gert til að gera vel við sig hvað sem það kostar, en síðan er vinstri stjórn kosin þegar allt er komið í bál og brand vegna skulda og óráðsíu.

Auðvitað er svona stjórn óvinsæl og lifir því yfirleitt ekki lengi. Við viljum halda áfram að trúa því að enginn þurfi að safna fyrir neinu og allt lagist að sjálfu sér.

Margir virðist halda að það sér hægt að veifa einhverjum töfrasprota og allt komist í lag. Það er mikill hávaði og fólk espir hvert annað upp, en fáir reyna að koma með vel ígrundaðar lausnir.

Sagði einhver þjóðstjórn? Ef þið viljið þjóðstjórn þarf að setja fram einhverja áætlun og rannsóknir, ekki bara apa þetta orð eftir einhverjum öðrum. Það ætti ekki að framkvæma eitthvað sem ekki hefur verið skipulagt fyrirfram. Áður en þú rífur niður þarftu að vita hvar, hvernig, hvenær, hvers vegna og fyrir hverja þú ætlar að byggja í staðinn.

Hvað sagði Bjarni Ben í fréttum nýlega? Þeir væru sko ekki tilbúnir að fara í einhverjar málamiðlanir með þeirra hugmyndir og stjórnarandstaðan eins og hún lagði sig smitast af þessari hugsun. Ríkisstjórnin hefur skoðað hugmyndir þeirra, en stjórnarandstaðan vill ekki einu sinni setjast niður og ræða málin þegar ríkisstjórnin hefur loksins fengið eitthvað í hendurnar til að byggja vinnuna á (rannsóknir reiknimeistara). Fólk er bara í fýlu eins og leikskólakrakkar í stað þess að opna sig fyrir málamiðlunum.


mbl.is Jóhanna: sit út kjörtímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér!

Dagrún (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 16:09

2 Smámynd: Axel Guðmundsson

Aumingja 'Island!!!!

Axel Guðmundsson, 4.11.2010 kl. 19:13

3 identicon

Sammála og erfitt að hrekja þessi rök, enda sjást hér ekki sjallavinir eins og á öðrum síðum sem koma hér á eftir við þessa frétt.

Valsól (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 05:23

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Síðan hvenær telst STJÓRNMÁLAFRÆÐI vera hávísindaleg ??!

Kv.;KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 5.11.2010 kl. 06:55

5 Smámynd: Kristbjörg Erla Hreinsdóttir

það er rétt að stjórnmálafræði telst ekki vera hávísindaleg en hún er fróðleg í ljósi þess hvernig maðurinn hagar sér.

En hvað?!? Er bláa liðið kjaftstopp???

Bjóst við að fyrirsögnin myndi kveikja í þeim

Kristbjörg Erla Hreinsdóttir, 5.11.2010 kl. 16:09

6 Smámynd: Kristbjörg Erla Hreinsdóttir

Reyndar er þessi bók sem ég vitna í úr stjórnmálafræðinni byggð á rannsóknum Gunnars Helga Kristinssonar, stjórnmálafræðings. En ég finn hana ekki í augnablikinu (enda töluvert síðan ég var í HÍ). Mig minnir að hann hafi tekið stjórnsýslu á landsbyggðinni og skoðað efnahagsreikningana út frá því hver var við völd. Niðurstöðurnar eru hinsvegar alveg skýrar.

Kristbjörg Erla Hreinsdóttir, 5.11.2010 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband