8.11.2009 | 21:53
Halló! Er einhver heima?
Alltaf eru það sömu nöfnin sem eru bendluð við þjóðargjaldþrotið, hvenær á að stoppa þessa menn? Hvernig væri að setja þá í farbann og staðsetningartæki á ökklann þar til skuldin er greidd. Ríkið skammtar þeim mánaðarlaun á borð við atvinnulausa og öryrkja. Öðrum er ætlað að lifa á þessu, þetta fólk er ekkert merkilegra en ég og þú.
Þeir gætu haldið fyrirlestra í háskólum og öðrum stöðum þar sem fólk getur lært af mistökum þeirra. Setja þá í uppbyggilega samfélagsþjónustu. Þeim væri frjálst að stofna fyrirtæki sem ríkið hefði yfirumsjón með og heimilaði hvers kyns útgjöld. Herrar mínir og frúr það er kominn tími til að taka út niðurtúrinn af þessu trippi og koma niður á jörðina í eitt skipti fyrir öll. Aldrei, aldrei aftur má svona nokkuð gerast og ef þið miðlið af reynslu ykkar þannig að við getum lært af henni þá er möguleiki að íslenska þjóðin geti fyrirgefið ykkur.
Skulda milljarð út á jarðakaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nakinn komum við í heiminn og nakinn förum við.
Sigurður Haraldsson, 8.11.2009 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.