Viðbjóður. Hvað með karlkynið?

Það er fáránlegt að í upplýstum heimi skuli svona ennþá gerast. Foreldrar stúlkunnar... mamman var með í þessu. Þetta minnir á mæðurnar sem halda dætrun sínum meðan einhver ógeðiskuklari kemur með ryðgað rakblað til að skera burt snípinn. 

Konur fá ekki að fara í skóla og eru grýttar fyrir það eitt að horfa í áttina til karlmanna. Ég get ekki að því gert að verða reið yfir þeim órétti sem yfir 50% jarðarbúa eru beittir, bara af því að þær fæddust ekki með typpi. Ef talibanar fá sínu framgengt verður þú að geta safnað síðu skeggi ef þú átt að eiga þér viðreisnar von.


mbl.is 16 ára stúlka grafin lifandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Yfir 50%?? .... jarðarbúa???

Ertu að segja mér að þú og allar konur sem þú þekkir á Íslandi, búi við ofbeldi og kúgun af hendi karla?

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2010 kl. 09:35

2 identicon

þú átt nú bara bágt og ert greinilega "VINSTRI GRÆN" ég finn til með þér og vona að þér batni fljótt

snorri (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 09:45

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað er of mikið sagt, að 50% jarðarbúa þurfi að líða svona harðneskju, en allt þarf að gera, sem hægt er, til þess að útrýma "umskurði" kvenna og þessum hræðilegu "heiðursmorðum".

Hvort tveggja er hreinn viðbjóður.

Axel Jóhann Axelsson, 5.2.2010 kl. 09:48

4 Smámynd: Dystópía

Eru allar konur í heiminum beittar harðræði að hálfu karlmanna ?? :)

Mér finnst enn skoplegri athugasemd Snorra að þú sért greinilega vinstri græn :)

Ég held með Liverpool í ensku deildinni og þeir spila í rauðum búningum og þar af leiðandi er ég í Samfylkingunni. Ekki satt??

Dystópía, 5.2.2010 kl. 10:38

5 identicon

Trúarbrögð.. íslam og kristni eru ekki svo ólík... fólk bara er ekki upplýst með hvað biblían segir... kóran er byggður að stórum hluta á biblíu.

Biblían segir td að ef kona er ekki hrein mey á brúðkaupsnótt, að þá eigi að fara með konuna að húsi föðurs hennar og grýta hana til bana... biblían segir einnig að það eigi að grýta óþekka krakka til dauða.

Þetta er hornsteinn íslands, að mati sumra

DoctorE (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 10:42

6 Smámynd: Rebekka

Ég les þetta nú bara þannig að í fjölmörgum löndum er komið fram við konur eins og úrhrök, þrátt fyrir að þær séu helmingur þjóðarinnar.  Íslenskar konur hafa það gríðarlega gott, en svo lengi sem konur annars staðar eru beittar þvílíku ofbeldi og sviptar sjálfstæði sínu eingöngu vegna kynferðis, þá er ekki rangt að segja "konur eru beittar óréttlæti".

Alverst er svo að oftast fela þessir ofbeldismenn sig á bakvið einhverja trúarlega texta "Já en Guð VILL ekki sjá framan í þig, hérna hímdu bakvið þennan draugabúning".   

Rebekka, 5.2.2010 kl. 10:54

7 identicon

Komdu sæl Kristbjörg.

Það er ekki beint í anda þess að hugsa út fyrir kassann að telja að karlmenn almennt fari harðneskjulega með kvenfólk. Heiðursmorð og önnur viðurstyggð gegn kvenfólki eins og fréttin lýsir er því miður algeng í trúarbrögðum íslam. Því fer þó fjarri að öll heimsbyggðin aðhyllist íslam.

Sé það rétt sem DoctorE heldur fram að biblían hvetji til þess að konur og börn séu grýtt til bana fyrir litlar sakir, þá er það skýrt dæmi þess hve kristin trú er umburðalynd umfram íslam. Kristið fólk er í dag ekki þekkt fyrir að framfylgja slíkum fyrirskipunum. Að öðrum kosti væri íslenska þjóðin í miklum vanda stödd. Hvoru tveggja barna og kvenmannslaus.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 11:02

8 Smámynd: Jón Sveinsson

DoctorE  biblían er skrifuð í gátum en aðal skíringin á biblíunni eru boðorðin tíu svo allur ósómi er það sem kannski hefur skeð er það sem allir tala um er í huga fólks sem vill ekki virða einstaklingin vegna valdagræðgi það er einnig með kóraninn

vald níðingar taka alltaf upp ósóman til að stjórna lýðnum þó svo þeir viti að það sé rangt.LEITIÐ OG ÞÉR MUNUÐ FINNA SAGÐI KRISTUR, já kristbjörg viðbjóðurinn sést víða

Jón Sveinsson, 5.2.2010 kl. 11:30

9 identicon

Sigurður... kristni er nokkur hundruð árum eldri trúarbrögð en íslam.. .kristnir voru í sama gírnum lengi vel.. eða allt þar til fólkið braut klerkaveldið á bakaftur..

Flestir sem eru skráðir kristnir hafa aldrei kynnt sér hvað það er sem þeir eru að játa trú á... þeir heyra bara velvalda kafla úr bókinni... ef við skoðum launamun á íslandi.. það má vel taka þann pól í hæðina að það sé vegna trúarinnar.. biblían er með verðlista yfir þræla allt frá því að börn fæðast, þar eru konur metnar á ~50% af verðgildi karla, í boðorðunum 10 eru konur taldar upp með búpening.. það eru ekki nema örfá ár síðan konur fengu að vera prestar á íslandi... óskiljanlegt að konur vilji vera prestar, það er augljóst að biblían telur þær vera útungunarmaskínur eingöngu.

Þannig að aukin réttindi kvenna á vesturlöndum hefur ekkert með kristni að gera, þvert á móti hefur það allt með það að gera að klerkaveldið og biblían er ekki það sem farið er eftir

DoctorE (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 11:33

10 identicon

Sigurður er þú með réttu ráði ?

"hve kristin trú er umburðarlynd umfram íslam"

Sigurður í mörghundruð ár reyndum við að þröngva krisrinni trú okkar upp á aðra, tækist það ekki þá drápum við fólk í tugþúsunda tali.  Leyfði fólk sér að gagnrýna biblíuna þá var það drepið t.d brennt á báli eða lokað inni ævilangt.

Í dag ofsækir kristin kirkja víða samkynhneigða og aðra þá sem ekki eru henni að skapi.  Kristin kirkja hefur í gegnum aldirnar staðið í vegi fyrir framþróun í tækni og vísindum því að það hentar ekki einhverjum afdönkuðum drengjanauðgurum kaþólsku kirkjunnar.  Að banna getnaðarvarnar og stúlkum og konum að gangast undir fóstureyðingu hafi þær orðið þungaðar af völdum nauðgunar flokka ég ekki undir umburðarlyndi.

Saga kristinnar kirkju er svartur blettur á sögu mannkyns og íslam reyndar líka.  Það er líka mikið rétt að í biblíunni er tekið fram að börn skuli grýta fyrir litlar sakir en það er á einni af þeim blaðsíðum sem að Mofi og aðrir fuglar vitna ekki í í dag því það hentar þeim ekki. Hmmmmmmmmmm jú honum tækist örugglega að snúa einhvern vegin út úr því og gera grýtingu barna að hinum besta og réttlætanlegasta hlut.

SAMI GRAUTUR Í SÖMU SKÁL !

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 11:42

11 identicon

P.S. Jesú sagði ekki neitt.. .biblían er búin að vera í þróun í næstum 2000 ár, ótal höfundar komu að verkinu.. í a.m.k 3 heimsálfum.. undir ritstjórn kaþólsku kirkjunnar...
Það er ekki nokkur munur á biblíu og svo biblíu þeirra í vísindakirkju, allt saman skáldskapur frá a-ö, skrifað til að ná völdum/peningum.
End of story

DoctorE (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 11:43

12 Smámynd: Kristbjörg Erla Hreinsdóttir

Mikið er ég fegin að fólk hefur skoðun á þessu þó ég hafi nú ekki alveg átt von á þessum viðbrögðum. Skil ekkert í skítkasti um að ég sé vinstri græn. Í fyrsta lagi finnst mér að það ætti að leggja stjórnmálaflokkana niður og byrja upp á nýtt og í öðru lagi held ég að það hljóti að vera fullt af góðu fólki innan vinstri grænna eins og í öðrum flokkum. Topparnir skyggja á almenninginn.

Annars langar mig að benda á allar konurnar í hópi útrásarvíkinganna... hvað getur þú nefnt margar fyrir utan maka? Hvað með alla forstjórana? hvað eru margar konur þar? En í öðrum áhrifastöðum? Það er alveg á hreinu að karlmenn stjórna heiminum á kostnað kvenna. Það gerir mig ekki að karlhatara, en það er greinilegt að sumir setja samasem merki þarna á milli. Það er ekki mitt vandamál hvaða skilning sumir leggja á orð mín. Mín skoðun er sú að hvítir karlmenn ráða ennþá yfir meirihluta fjármagnsins og það er hægt að sjá það svart á hvítu með því að skoða lista yfir ríkustu menn heims.

Hverjir stjórna heiminum? Hverjir eru á hæstu laununum? Hverjir vinna mestu vinnuna heimafyrir? Hverjum er sparkað þegar illa árar? Við getum meira að segja fært þetta hugtak lengra út og talað um hvernig er níðst á fólki vegna litarhafts eða skoðana. Enn verra þegar fólk beitir vísvitandi ranglæti gagnvart öðrum í skjóli trúar. Rétt á bara að vera rétt. Það eiga allir að eiga jafnan rétt á því að lifa lífinu og kæra hvers kyns misbeitingu.

Kristbjörg Erla Hreinsdóttir, 5.2.2010 kl. 12:27

13 identicon

Jamm ísland á sér enga viðreisnarvon á meðan þessir flokkar(Mafíur) eru við líði, það er algerlega kristaltært mál... þessa flokka og marga innan þeirra verður hreinlega að banna að koma nálægt stjórnmálum eða að sinna ábyrgðarstöðum.

Til að byggja ísland upp þá verður að rífa svikamyllu þessara manna.. það verður að taka grunninn og alles í burtu, annars sprettur krabbameinið bara upp aftur.. staðreynd.
Mér finnst hreinlega pýnlegt að horfa upp á þegar þessir flokkar eru með prófkjör og bull.. verð bara stórmóðgaður.

Enn og aftur með biblíu, hvers vegna haldið þið að næstum 2000 ár af ritstjórn á henni hafi skilað engu nema púra heimsku og þversögnum.. jú það er vegna þess að kaþólska kirkjan ætlaðist aldrei til þess að neinir læsu bókina, það var bannað nema fyrir presta... þeir vissu vel að þetta myndi floppa um leið og menn færu að lesa bókina... Lúther karlinn var ekki alveg að átta sig á þessu.. kannski vegna þess að hann sat flestum stundum á kamrinum með harðlífi of pain in the ass... erfitt að hugsa rökrétt með verk í rassgatinu.
Flestir prestar í dag vita vel að þetta er allt saman púra kjaftæði.. en þeir trúa á trúarbrögðin.. og djobbið sitt.
Sama má segja um kóran og aðrar rrúarrullubækur.. pure bs

DoctorE (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 12:50

14 identicon

"Mín skoðun er sú að hvítir karlmenn ráða ennþá yfir meirihluta fjármagnsins og það er hægt að sjá það svart á hvítu með því að skoða lista yfir ríkustu menn heims."

Á sumum stöðum kann að vera dæmi um "konuhatara", en ertu að segja að það sé ekki góðar líkur á því að það spili inn í mismunandi mismunandi áhugi og forgangsröðun?

Ég tel konur engu síðri en karla í lang flest verk og jafnvel í mörg hver hæfari(tek svona meðalmanninn vs meðalkonuna, bluntly stereotyping). Það að konur, t.d. vinkonur mínar sækjast meira í störf sem þeim finnst áhugaverð/skemmtileg á meðan félagar mínir einfaldlega spyrja sig "hvað borgar mest?", þetta spilar líka töluvert inn í.

Talandi um mismunandi laun milli starfa er flókið mál, en ef konum eða körlum er misboðin laun sem þau eru að fá geta þau alltaf sagt upp. Í flestum tilfellum eru laun eins lág og sá sem rekur fyrirtækið kemst upp með, svo það er stéttarinnar að berjast saman um hærri laun. Persónulega vildi ég sjá sumar stéttir s.s. kennara og leikskólakennara standa betur saman að því.

Þetta allt saman kemur auðvitað þessari frétt ekki mikið við, því sama hverrar trúar, hvers kyns eða húðlits þú ert, þá er það að myrða manneskju rangt. Það að þetta hafi verið nánir ættingjar hennar og þetta hafi verið gert í nafni trúar gerir þetta mál allt ennþá sorglegra.

Ég vill ekki endilega kenna trúnni sjálfri um þetta eins og sumir gera. Þeir sem eru Íslams-trúar þurfa samt að hætta að taka trúnna svona rosalega hátíðlega, því ef þeirra guð vill að þeir drepi dætur sínar(fyrir litlar sem engar sakir), afhverju í helvítinu vilja þeir trúa á þann guð? Ég persónulega myndi afneita honum...

Gunnar (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 12:59

15 identicon

Láttu ekki svona Gunnar, þeir fá réttlætingu fyrir þessu í hjátrúnni sinni... það gengur ekki upp að segja að menn taki þetta of hátíðlega.. þeir sem taka trú sína ekki of hátíðlega styðja þá sem taka trúna hátíðlega; Þú þarft ekki nema að horfa á trúarnötta hér á íslandi til að sjá þetta; Þeir segja: íslendingar eru 80-90% kristnir og því bla bla bla; Þeir nota þessar tölur (Sem er sjálvirk skráning í þjóðkirkju) til að segja að á íslandi búi kristin þjóð... þegar það rétta er að á íslandi býr íslensk þjóð.

Þetta er 100% trúnni að kenna, allt frá blautu barnsbeini er þessu troðið í höfuð barna.. að morð séu í lagi á meðan það sé gert í nafni Gudda... ég bara skora á ykkur að lesa biblíu... þar sem menn koma að þorpum og borgum, bjóða borgarbúum að leggast undir guðinn.. ef þeir gera það ekki þá á að myrða alla, taka óléttar konur og skera þær á kvið, rífa fóstrin úr og slá þeim við stein... taka smástelpur sem eru hreinar meyjar og gamna sér með þeim að vild.
Lesið nú endilega biblíu.. ekki trúa mér.. lesa bara; Takk

DoctorE (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 13:07

16 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Eru allir hér inni búnir að gleyma því að það var ung dama grafin lifandi af veruleikafirrtum foreldrum?!?

Garðar Valur Hallfreðsson, 5.2.2010 kl. 13:51

17 identicon

Svo vilja sumir að við sýnum slíkri menningu og trúarsiðum virðingu og umburðarlyndi.  Frekar læt ég kalla mig þröngsýnan fordómafullan rasista en að viðurkenna réttlæti slíkra ó-mannasiða.

Hvað varðar sögu kristni hér á landi; ungum stúlkum var drekkt fyrir það eitt að eignast barn í "lausaleik", jafnvel eftir misnotkun skyldmennis.  Þetta stendur allt í gömlum bóku okkar.

Jóhannes (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 14:00

18 identicon

Málið er bara að karlmenn eru betra vinnuafl en konur.   Konur taka vanalega lengra fæðingarorlof, eru meira heima hjá börnunum þegar þau eru veik og vilja minni yfirvinnu yfir höfuð til þess að komast heim til barna sinna

Örvar Ingi Jóhannesson (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 14:12

19 identicon

Það sem gleymist oft að athuga þegar rætt er um hvort kynið ráði meiru er að það eru einfaldlega mun færri konur sem sækjast eftir stjórnunar og áhrifastöðum. Afhverju það er svo getur verið til marks um meiri skynsemi kvenna sem réttilega telja meiri verðmæti í því fólgin að nota tímann til að rækta sig sjálfa, vini og ættingja. Frekar en að verja æfinni í að klifra metorðastiga sem myndi kosta 10 tíma plús í vinnunni á dag. Annað má líka athuga að konur varpa ennþá ábyrgð á peningalegu öryggi heimilisins yfir á karlinn, það er ekki óalgeng skilnaðarsök að karlinn missi vinnuna, geti ekki lengur skaffað. Að lokum skal bent á það hverjar það eru sem ala upp karla og innræta þeim gildi sín, "svo mælti mín móðir" o.s.frv.

Tóti (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 15:45

20 identicon

Mig langar að koma með eina athugasemd Kristbjörg. Það er alveg vel þekkt og samþykkt að konur hafa í gegnum tíðina verið talið lægra kynið, en ekki undanfarin ár. Það að konur séu ekki í stjórnunarstöðum í dag er ekki vegna þess að það er kynjamisrétti í dag. Það er einfaldlega vegna þess að það er frekar stutt síðan kvennkynið fékk aukna virðingu í starfi, stutt er síðan mikil fölgun kvenna á atvinnumarkaðinum og að konur verði í stjórnunarstöðum gerist ekki á svipstundu. En trúðu mér, eftir fáein ár verða algjörlega jafnt hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum og launamismunur enginn.

Fannar (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 16:21

21 identicon

Það mætti líka hætta að umskera karlmenn. Það er bara fáránlegt að það sé á valdi foreldra að eyðileggja kynfæri vanvita barna. Hvort sem það er karl eða kvenkyns barn. Karlmenn eru umskornir um allann vestræna heiminn ennþá í dag sem er gjörsamlega óskyljanlegt.

Óli (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 17:05

22 identicon

Það er engin trú sem segir að ætti að grafa stelpu lifandi. Hvað er að fólkinu hér að rugla öllu saman. Það er athugavert að þessi "hefð" var uppi  fyrir komu Íslam og lesum hér hvað er sagt í Kóraninum:

16:58-59

- Þegar einhver þeirra spyr fæðingu dóttur, þá myrkvast ásýnd hans og hann fyllist angri.

-Vegna hinnar slæmu fregnar felur hann sig fyrir mönnum. Á hann að taka henni með smán eða grafa hana í moldu? Illu er þeirra dómur.

81:8-9

-  .... þegar meybarn, sem lifandi var grafin, er spurt

- hver verið hafi dauðasök þess...

Það er alveg klárt að þessi hefð var fordæmd af Guði gegnum Kóraninn og enginn Múslimi í heiminum gæti afsakað þetta verk.  Það er nóg til af vitlausu fólki sem telur sig eiga rétt á að taka líf, en verið ekki jafn vitlaus með að tengja trú fólks við slíka glæpi.

 Friður veri með ykkur

Múslimi (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 19:44

23 identicon

Múslimi... lestu nú bókina þína.. ekki taka út eitthvað sætt til að sýna okkur.

P.S. guð hefur ekki skrifað neinar bækur, allar þessar bækur eru skrifaðar af mönnum.. augljóst; Og svo, það eru engir guðir til; Get over it.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 20:31

24 Smámynd: Kristbjörg Erla Hreinsdóttir

Ég fagna öllum athugasemdunum. Mig langar að benda á að móðirin er þátttakandi í þessum harmleik. Ég varð bálreið þegar ég las þessa frétt. Konum er innrætt að dæturnar gangi ekki út nema þær séu umskornar og sama óréttlæti á sér stað varðandi drengi. Þau hafa ekkert val í skjóli hefðar. Það á enginn rétt á að traðka á annarri manneskju á þann hátt sem hér um ræðir. Við horfum upp á ýmislegt í öðrum löndum sem við getum aðeins formælt í forundran yfir að svona eigi sér stað.

Það er rétt að konur hugsa upp til hópa meira um að bera umhyggju fyrir vinum og vandamönnum en frama í starfi, en þá má spyrja. Af hverju eru ummönnunarstörf ekki jafn vel borguð og viðskipti með verðbréf? Það á að skipta okkur máli að kennarar hafi góð laun. Við getum litið á kreppuna sem tækifæri til að breyta viðhorfum okkar til þess hvað telst verðmætt.

Rækta land og þjóð. Þurrka út þetta morknaða karlaveldi (ath það eru konur þarna innandyra sem þurfa líka að fjúka) og stokka upp spilin. Taka inn fólk sem vill snúa bökum saman, óháð kyni, lit og trú. Taka á þeim sem eiga það skilið. Íslenska þjóðin á t.d. ekki skilið að borga brúsann fyrir menn sem stungu milljörðum í vasann. Látum skoðun okkar í ljós hvar sem við sjáum óréttlæti og vonum að það hafi áhrif þegar fram í sækir.

Við erum amk öll sammála um að það á ekki að grafa unga stúlku lifandi í skjóli þess að varðveita mannorðið. Rétt á bara að vera rétt. Það getur aldrei falist í því að taka líf annarrar manneskju eða reyna að drottna yfir viðkomandi. Allir eiga að hafa rétt á að hafa sínar skoðanir og tilfinningar.

Kristbjörg Erla Hreinsdóttir, 6.2.2010 kl. 00:10

25 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Viðbjóður heimsins maður á vart orð við þessum fréttum hvar eru takmörk mannskepnunnar.

Sigurður Haraldsson, 6.2.2010 kl. 00:49

26 identicon

Múslimi hvað af þessum 3200 guðum er sá rétti?

http://ancienthistory.about.com/library/bl/bl_myth_gods_index.htm

Trúlaus (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 13:09

27 identicon

Las einhverstaðar að 50% allra morða í Tyrklandi væri "heiðursmorð" af Íslömskum sið. Er það skrítið að Evrópubúar séu ekki tilbúnir til þess að hleypa Tyrklandi inní ESB?

Jón Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband