Siðblinda á háu stigi

Ég ræddi við konu í gær sem var næstum því búin að missa húsið vegna þess að eiginmaðurinn fékk ekki launin sín greidd á tilsettum tíma. Starfsmönnunum var boðið í grill hjá yfirmönnunum fyrir skömmu, en þá áttu sumir ekki fyrir bensíni á bílinn. Fólkið var enn að bíða eftir laununum sínum síðast þegar ég vissi. Hverslags siðblinda er þetta? Hagur hvers fyrirtækis á að felast í að starfsmennirnir séu ánægðir. Þeir eiga að vera í fyrsta sæti þegar kemur að því að borga skuldir. Allt annað má bíða.

Það sama á við um þá sem stjórna heilli þjóð, í grundvallaratriðum má líta á ríkisbatteríið sem eitt stórt fyrirtæki. Í augnablikinu eru stjórnendurnir svo uppteknir af því að vera í útrás og gera vel við sig að þeir hugsa ekki um stoðir samfélagsins. Er enginn búinn að segja þeim að þetta er úrelt? Allir eru að hugsa inn á við. Fatahönnuðir, útskurðarmeistarar og annað handverksfólk sprettur fram úr ótrúlegustu skúmaskotum. Fullt af fólki er byrjað að versla inn jólagjafir svo að desember verði léttbær. Fleiri og fleiri taka afrit af kortafærslunum til að fylgjast með eyðslunni.

Við erum að gera okkar besta, hvað er ríkisstjórnin að gera?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband