Hættum þessu þunglyndi og gerum eitthvað

Fortíðin er í rósrauðum hillingum. Með árunum hafa þeir sem lifðu tímana tvenna misst starfsþrek og atorkusemi. Fyrir þeim var lífið betra í austurhluta Berlínar, ég efast ekki um það. Í þessari frétt endurspeglast hve langan tíma getur tekið að ná sér eftir áfall og rétta hlut þeirra sem minna mega sín. Tekjur þeirra sem búa í austurhlutanum eru 80% lægri 20 árum eftir að múrinn féll. Það er eitthvað stórkostlegt að þessari mynd. Hverjum er um að kenna? Bera ekki allir ábyrgð sem koma að ástandinu? Hefði mátt hraða þróuninni í austurhlutanum með meiri samvinnu?

Persónulega finnst mér margir vera of harðir í garð núverandi ríkisstjórnar þó ég sé ekki sammála öllu sem ráðamenn eru að gera. Verð bara að treysta því að fólkið sem ég kaus sé að gera sitt besta fyrir þjóðina miðað við þær upplýsingar sem það hefur úr að moða. Ráðamenn innan stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu eru ekki síður sekir um sinn hlut. Eftir áratuga stjórnarsetu sem leiddi landið í þrot þarf að veita þeim sem taka við svigrúm til að horfa á málin frá öðrum hliðum og breyta áherslum. Það er flókið og tímafrekt ferli.

Ég vil svo sannarlega ekki snúa aftur í það far sem var fyrir hrun, en við verðum að sýna þolinmæði. Ástandið lagast ekki á morgun. Hættum að benda á allt sem miður fer og komum með lausnir. Ef einstaklingar fara að sjá bjálkann í sínu eigin auga og byrja að reita illgresið þar sem þeir ná til í eigin bakgarði munu fleiri fylgja í kjölfarið og málin leysast af sjálfu sér. Allir geta komið auga á lausnir fyrir samfélagið og þá er um að gera að koma því á framfæri. Látum engan komast upp með að byggja ókleifan múr á milli Íslendinga byggðan á stjórnmálaflokkum. Við sitjum öll í sömu súpunni og færum fórnir til samfélagsins.


mbl.is Einn af hverjum sjö vill sjá Berlínarmúrinn rísa á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband