Úti er ævintýri

Ástandið fram að þessu minnir mig á gamalt ævintýri

Hans og Gréta eru almenningur, vonda nornin eru bankar og tryggingastofnanir sem fita okkur aðeins til að ná sér í vænan bita, faðirinn eru þeir ráðamenn sem komu okkur í þessa stöðu, til að þóknast stjúpunni sem hér gegnir hlutverki auðvaldsins.

Förum aðeins yfir þetta. Faðirinn fer með börnin sín út í skóg þar sem hann er nokkuð viss um að þau muni deyja drottni sínum. Vonda nornin hugsar sér gott til glóðarinnar og lokkar börnin til sín með því að bjóða þeim það sem þau girnast. Bara ekki minnast á vextina. Við erum ennþá fangar. Við þurfum að henda norninni í eigin eld og tala yfir hausamótunum á föður okkar. Áður en stjúpan nær að rýja föður okkar, arfleið okkar, inn að skinni og láta sig hverfa með allt saman.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og ESB vilja auðlindirnar okkar. Við verðum að halda utan um þær áður en þær verða kreistar til síðasta blóðdropa og ekkert skilið eftir nema sviðin jörð. Hefur ríkisstjórnin skoðað hvernig önnur lönd hafa orðið úti eftir samskipti sín við fjármálalögguna? Mig langar ekki að sjá Ísland í þessum sporum og er viss um að ef við tökum völdin í okkar hendur fáum við betri niðurstöðu. Af hverju er fjármálastefnan okkar mótuð í samstarfi við AGS?

Í staðinn fyrir að sækja svona fast í að fara eftir þeirra vilja ættum við að lýsa yfir sjálfstæði okkar. Við eigum okkur sjálf, viljum fá að rækta land og þjóð til að borga upp skuldirnar. Hugsa inn á við, hvers þarfnast hinn almenni Íslendingur? Við borgum Icesave eftir því sem við getum, lækkum skatta til að kaupmáttur haldist uppi og reynum að sýna heiðarleika í kerfi sem er gagnsætt.

Allt uppi á borðum - þannig hljómuðu kosningaloforðin - það er það sem meirihlutinn vill.

 


mbl.is Átti fund með Strauss-Kahn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Seðlabönkum og prestum þeirra (hagfræðingum) er oft líka líkt við Galdrakallinn í Oz. Þegar Dóróþea og félagar þorðu loksins að svipta frá tjöldunum kom í ljós að galdrakallinn voldugi vara bara lítill kall sem galaði í gjallhorn og blikkaði ljósum....

Egill Helgi Lárusson, 23.9.2009 kl. 00:25

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Góð líking.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.9.2009 kl. 16:22

3 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ég er sammála ykkur báðum þó mér finnist líkingin eiga örlítið betur við hjá Agli í þessu tilviki en ég hef í gegnum tíðina lesið í mörg þessara gömlu (barna)sagna og það er alveg með ólíkindum hversu mikil og djúp heimspeki er í mörgum þessara sagna. Mig hefur oft verið hugsað til þess hversu gaman það væri að taka hverja og eina af þessum gömlu sögum og heimfæra speki þeirra, ég  var að vísu byrjuð á því og kannski held ég því áfram seinna vegna þess að við getum lært svo mikið af þessum sögum. En afsakið ég er nú komin út fyrir efnið eins og mér er von og vísa.  En hins vegar eru stjórnvöld í þessu landi þjóðinni til skammar hún er vanhæf, kjarklaus og án nokkurrar vitglóru og auk þess í felum fyrir fjölmiðlum og ákvarðanir tekna í skjóli nætur. 

Hulda Haraldsdóttir, 23.9.2009 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband