Spilaborgirnar hrynja

Þeir sem einblýna á græðgi fyrir sína hönd geta greinilega strandað gamalgrónum fyrirtækjum sem eitt sinn höfðu langtímamarkmið að leiðarljósi. Hálfur milljarður er ekkert miðað við það sem aðrir skulda. Maður er eiginlega bara dofinn yfir upphæðum sem eru mörgum núllum fyrir ofan það sem maður hefur á milli handanna allt lífið.

Loftbóluupphæð byggð í skýjahöll sem einhvern vegin náði að verða að veruleika þó þetta gæti engan vegin staðist. Það er hægt að láta allar steypur ganga upp í exel og margir létu heillast af jakkafataklæddu fólki sem vann við að sannfæra fólk um að þetta væri eðlilegt. Hvernig í ósköpunum var hægt að komast upp með svona vinnubrögð? Það sem meira skiptir - hvernig komum við í veg fyrir að svona geti komið fyrir aftur.

Sölvi Tryggvason er með marga áhugaverða pistla sem ég mæli með

http://www.pressan.is/spjallidmedsolva 

- hann nefnir m.a. siðblindu og ég er sannfærð um að hún spili stóran þátt í hruninu.

Margir af þessum mönnum kunna ekki að skammast sín og því verða að vera til lög sem halda aftur af þeim.


mbl.is A. Karlsson gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbjóður. Hvað með karlkynið?

Það er fáránlegt að í upplýstum heimi skuli svona ennþá gerast. Foreldrar stúlkunnar... mamman var með í þessu. Þetta minnir á mæðurnar sem halda dætrun sínum meðan einhver ógeðiskuklari kemur með ryðgað rakblað til að skera burt snípinn. 

Konur fá ekki að fara í skóla og eru grýttar fyrir það eitt að horfa í áttina til karlmanna. Ég get ekki að því gert að verða reið yfir þeim órétti sem yfir 50% jarðarbúa eru beittir, bara af því að þær fæddust ekki með typpi. Ef talibanar fá sínu framgengt verður þú að geta safnað síðu skeggi ef þú átt að eiga þér viðreisnar von.


mbl.is 16 ára stúlka grafin lifandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó fyrr hefði verið

Ég geri mér fulla grein fyrir því að það þarf að vinna grunnrannsókn áður en húsleit er gerð í þeim fyrirtækjum sem hafa óhreint mjöl í pokahorninu. En aðgerðir fárra orsökuðu þjóðargjaldþrot og mikilvægt að afla allra gagna strax svo hægt sé að leitast við að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur.

Þetta er ekki atburður sem hafði áhrif á nokkur fyrirtæki - þjóðin líður fyrir mistök aðila sem flestir tengjast innbyrgðis. Lokuð klíka sem fáir hafa aðgang að. Þau munu ekki deila upplýsingum með alþýðunni nema þær séu togaðar út með valdi?

Hversu miklu hafa forsvarsmenn þessara fyrirtækja náð að stinga undan frá þeim tíma sem liðinn er frá hruninu? Þau vita að röðin kemur að þeim og því hljóta þau að gera allt sem þeir geta til að fela slóðina. Ég skil ekki af hverju þau, sem greinilega komu landinu á kúpuna, voru ekki kyrrsett strax og eigur þeirra settar undir smásjá. Getur einhver sagt mér það?


mbl.is Leit í sumarhúsi, á heimili og í skemmu bræðranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 góðar ástæður

Hvernig væri að stjórnaliðar myndu skrifa niður 5 góðar ástæður til að samþykkja IceSave og stjórnarandsæðingar kæmu með 5 góðar ástæður til að hafa IceSave.

Skýr og skorinort sjónarmið sem yrðu aðgengileg á netinu. Þetta myndi hjálpa heilmörgum að ákveða hvernig þeir haga atkvæði sínu í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það er fullt af fólki sem hefur ekki tíma til að lesa allt sem skrifað er um IceSave, en myndi gefa sér tíma til að lesa stutt yfirgrip í líkingu við þetta.

Þá finnst mér einnig mikilvægt að þar sem hægt væri að nálgast þessar ástæður væri tengill inn á lögin sjálf og aðrar upplýsingar um þá spurningu sem kjósendur eru beðnir um að svara.

Með von um að stjórnmálamenn séu að hlusta og grípi til aðgerða svo við eigum betri möguleika á að fá farsæla niðurstöðu í málið.


mbl.is Eðlilegt að undirbúa viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve marga hafa íslenskir fjölmiðlar hengt í hruninu?

Sá fréttaflutningur sem hefur átt sér stað eftir hrun hefur einkennst af æsifréttamennsku sem ég hef aldrei upplifað áður. Við erum dauðadæmd ef við samþykkjum Icesave og við erum dauðadæmd ef við samþykkjum ekki þennan samning. Enginn millivegur og engin lausn í sjónmáli. Af því að nokkrir stjórnmálamenn, viðskiptamenn og bankamenn á toppnum haga sér illa þá tala fjölmiðlar eins og allir séu sekir. Skynsamlegt fólk veit að þegar talað er um að bankamenn beri að vissu leiti ábyrgð á hruninu þá erum við að tala um svona 10% af hópnum. Það sama á við um unglingavandamálið margfræga. Eru allir unglingar fífl þó að nokkrir hagi sér illa?

Styðjum vandaðan fréttaflutning - það skiptir okkur máli að okkur sé sagt satt og rétt frá. Skoða allar hliðar á málinu áður en það er hlaupið með fréttina í prentsmiðju.


mbl.is Ekstra Bladet liggur undir ámæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Girnilegt ferðalag í Kína

Maður fær nú bara vatn í munninn við að lesa þessa frétt. Ekki viss um að það sé óhætt að hleypa mér þangað inn. Það myndi sjálfsagt komast upp að það væri búið að éta einn hermanninn upp til agna þegar ég væri búin að yfirgefa svæðið LoL
mbl.is Kínverjar byggja súkkulaðiland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi fleiri möguleikar í stöðunni í dag

Forsvarsmenn þessarar ríkisstjórnar halda því fram að þessi samningur sé það besta sem hafi boðist. Bretar og Hollendingar hafi ekki tekið frekari málamiðlunum. Ég trúi því að Jóhanna, sem hefur barist fyrir fólkið í öll þessi ár, velji leiðir sem hún telur farsælastar miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir að svo stöddu. Það er ljóst að það er á brattann að sækja og má það helst rekja til þess hugarástands sem þjóðin er í um þessar mundir.

Stjórnmálaflokkarnir eins og þeir leggja sig eru úreltir, það ætti að leggja þá alla niður og byrja upp á nýtt með breyttum áherslum. Sú hægri hugsun sem hefur verið ríkjandi kom okkur í þetta vesen og því segi ég að við ættum að halda áfram að hneigjast til vinstri. Það er góð hugmynd að láta stjórnmálamennina okkar skrifa undir samkomulag um að allt verði gert til að uppfylla kosningaloforðin. Eins og þið getið lesið um á ingagm.blog.is. En stundum hefur fólk ekki sömu sýn á leiðir að markmiðunum og þess vegna höfum við stjórnarandstöðu sem ríkisstjórnin verður að taka tillit til. Þingmennirnir okkar eru mannlegir og taka gagnrýni inn á sig eins og annað fólk.

Það má ekki gleyma því að það er hlutverk stjórnarandstöðu að gagnrýna og eins og staðan er núna þá langar engum til að borga skuldir óreiðumanna. Stjórnarliðar eru sammála þjóðinni um að ástandið er ömurlegt. Öllum langar að landa góðum samningum og það má endalaust deila um hvort þessi leið hefði verið betri en hin. Málið er að stundum verður maður að velja á milli kosta sem allir eru slæmir. Ef þú þarft að taka ákvörðun í dag þá gagnast lítið að fá nýja lausn í hendurnar á morgun.

Það á að refsa öllum sem voru vísvitandi að nýta sér glufur sem urðu að lokum til þess að íslendingar urðu gjaldþrota. Mál af þessari stærðargráðu taka mörg ár í dómskerfinu og þó fólk sjái ekki að það sé verið að gera eitthvað þá er ég viss um að það er ýmislegt að gerast í þessum málum. Annað er óhugsandi. Við verðum að vera þolinmóð þegar kemur að ríkisreknum málum. Það er mun auðveldara fyrir þig að flytja heldur en ríkisfyrirtæki svo dæmi sé tekið. Kennitölur ofan í kennitölur ofan í fleiri kennitölur... þetta er ekki fyrir venjulegt fólk að leysa úr.

Með von um að allir taki upplýsta ákvörðun um IceSave ef kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Ekki formleg niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni áfram með dómsdagsspár

Mikið svakalega getur formaður sjálfstæðisflokksins gasprað um að líf ríkisstjórnarinnar hangi á bláþræði. Er hann að reyna að beina athyglinni frá því að það var fyrst og fremst flokkurinn hans sem ber ábyrgð á því efnahagslega hruni sem varð?

Fyrir mér kemur ekki til greina að Sjálfstæðisflokkurinn setjist aftur við stjórnvölin.

Ríkisstjórn sem getur ekki leyst þetta vandamál getur ekki haldið áfram segir hann -

Ríkisstjórn sem kom okkur í þessi vandamál á ekkert erindi í ríkisstjórn segi ég

Niðurstaðan er því að Sjálfstæðisflokkurinn á að víkja, eða a.m.k. hætta að valda usla og fara að koma með lausnir við vandamálunum sem þeir bjuggu til.

Vinstri stjórn lengi lifi - verst að hún kemst aðeins að þegar hægri öflin eru búin að koma okkur í svo mikil vandræði að það verður að fara að hugsa til vinstri. Síðan finnst öllum svo gaman að eyða að hægri stjórn er kosin um leið og það má fara að eyða og safna skuldum á nýjan leik.


mbl.is Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að kynna sér málið?

Mér finnst lágmark að þeir sem tjá sig um mál málanna lesi sér til. Allir sem ætla sér að kjósa um lögin ættu að vita hvað þeir eru að skrifa undir. Er umræðan á villigötum eða ekki? Ef þú gefur þér 10 mínútur til að lesa lögin getur þú myndað þér skoðun sem byggir á traustum heimildum.

Spurningin sem við ætlum að svara í þjóðaratkvæðagreiðslunni hljóðar svona:

„Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?"

Lög nr. 1/2010 má nálgast hér:

http://www.althingi.is/altext/stjt/2010.001.html 

Lög nr. 96/2009 má nálgast hér:

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2009096.html 

Ég hvet fólk til að mynda sér sína eigin skoðun eftir lestur laganna. Skoðun sem byggir á traustari grunni en gasprið í stjórnmálamönnum og öðrum hlutaðeigandi.

Ein spurning í lokin. Hve margir af þeim sem skrifuðu undir áskorunina til forsetans voru búnir að lesa lögin? Nú spyrja margir hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun þó að svona margir hafi skrifað undir. Við verðum að vera upplýst áður en við kjósum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það skiptir máli að sem flestir lesi lögin. Sérstaklega þeir sem ætla að nýta atkvæðisréttinn.

Bestu kveðjur,
mbl.is Mjög gott skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmynd fyrir atvinnulausa

Íbúar víðsvegar um landið gætu tekið sig saman um að byrja að höggva þau göng sem ríkið hefur ekki efni á að láta gera í kreppunni gegn því að fá mat og húsaskjól hjá helstu hagsmunaaðilum. Ef einn maður getur höggvið göng á 14 árum með hamar og meitil að vopni þá ætti þetta ekki að vera svo erfitt fyrir hrausta Íslendinga með alla sína þekkingu.
mbl.is Hjó göng til að geta lagt bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband