Með Jákvæðu hugarfari, þolinmæði, þrautseigju og trú getum við sigrað heiminn.

Við erum með fullt af fólki sem við kusum til að halda á málum eins og Icesave og enn fleiri sem vinna við að gagnrýna störf stjórnvalda. Við erum ekki með á hreinu hvað gerist bakvið tjöldin. Það er eðlilegt að það taki langan tíma að ræða stór mál. Lífið má ekki vera of alvarlegt þó það sé sjálfsagt að grípa í taumana ef við mögulega getum.

Við sem skeggræðum málin heima í stofu getum ekki haft áhrif á framvindu einstakra mála í stjórnkerfinu, nema þá helst með því að koma skoðunum okkar á framfæri á bloggsíðum sem mismargir lesa. Ég hvet alla til að tjá sig sem finnst rödd sín eiga heima í ákveðnum málum. En lífið má ekki snúast um niðurrif, svartsýni og skítkast – það er engum hollt. Það verður líka að byggja upp og hlúa að því sem er jákvætt, tækifærum og því sem lætur okkur líða vel.

Þegar einar dyr lokast þá opnast fyrir aðra möguleika. Í djúpum fjármálakreppum blómstra ákveðnir eiginleikar sem rekja má til sjálfsbjargarviðleitninnar í okkur öllum. Við getum einbeitt okkur að því sem við getum gert til að okkur líði sem best. Algerlega óháð því hvort einhver hefur einhvern tímann sagt að þú ættir ekki að reyna þetta eða hitt. Hvað langar þig að gera sem byggir þig upp?

Það sem er gott fyrir þig verður gott fyrir þjóðfélagið. Einn brosandi einstaklingur smitar frá sér og gefur öðrum innblástur. Nú, sem einn af þessum jákvæðu einstaklingum, ætla ég að koma með uppástungu fyrir þá sem eru að „byrja upp á nýtt“. Byrjaðu á að skrifa niður það sem þú hefur áhuga á, óháð starfsframa. Síðan getur þú leitað uppi námskeið eða störf sem smám saman leiða þig á ákvörðunarstað. Þetta er ansi mikil einföldun á flóknu ferli, en aðalmálið er að hætta að hugsa um að gera eitthvað og taka slaginn í þá átt sem lífið leiðir þig. Breytingarnar gerast ekki á einni nóttu, en þú ert a.m.k. á leiðinni að verða sú manneskja sem þú vilt vera. Þú hefur aðeins eitt tækifæri til að lifa þessu lífi. Hvað ætlar þú að gera í dag svo að þér líði vel með þig?


mbl.is Hlutfall skulda af þjóðarframleiðslu ofmetið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband