Hvað með að afla sér upplýsinga um Ísland?

Væri ekki ráð að sjá hvað þjóðin vill eftir þessa hörmulegu útreið frá „kollegum“ okkar? Vilja Íslendingar ganga í bandalag með þjóðum sem hafa lagt okkur í einelti síðan hrunið varð? Af hverju er verið að eyða tíma í að afgreiða þessa umsókn eins fljótt og hægt er? Eru topparnir í þessum löndum eitthvað merkilegri en almúginn á Íslandi?

Evrópumet í að svara spurningum tengdum aðildarumsókninni – af hverju liggur þessari ríkisstjórn svona á að komast í ESB? Hvað kostar að senda hóp af íslenskum embættismönnum í kynnisferð til Svíþjóðar, sem er auðvitað bara brotabrot af heildarkostnaðinum við ESB-umsóknina? Við getum örugglega fundið not fyrir þessa peninga á klakanum. Auðvitað hljóta Danir að vera sérfræðingar í samningaviðræðum um sjávarútvegsmál, algerlega rétta fólkið til að fræða Íslendinga um þessi mál  – er það ekki annars? Hvaða skilning hafa þeir annars á sjávarútvegi Íslendinga?


mbl.is Á methraða inn í ESB?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband