Komumst að rót vandans í stað þess að kasta skít hvert í annað

Þessi frétt er skýrt dæmi brotalamir í regluverki viðskiptalífsins hér á landi. Vinur minn og flokksbróðir hefur örugglega ekkert óhreint í pokahorninu. Skýrar reglur og eftirgrennslan hjá bankastofnunum víða um heim skiptir sköpum. Hvernig er skipulagið hjá farsælum bönkum erlendis?

Ég er orðin hundleið á að heyra vinstri stjórn þetta og hægri stjórn hitt. Það má ekki loka á viðhorf annarra vegna þess að viðkomandi er í vitlausum flokki. Hvernig væri að tala saman og komast að rótum vandans í stað þess að standa í skítkasti um pólitíska flokkadrætti. Við græðum ekkert á því nema reiði og ringulreið sem þrengir sjónarhorn okkar.

Ef einstaklingur er sekur um eitthvað á ekki að kenna heilum stjórnmálaflokki um heldur sækja viðkomandi til ábyrgðar hvar sem hann stendur í þjóðfélagsstiganum. Að sama skapi geta komið hugmyndir úr óvæntum áttum. Ef allir gera bara sitt besta og ræða málin með opnum huga komumst við ansi langt. Við þurfum svör við ákveðnum spurningum. Hvað fór úrskeiðis? Hvers vegna? Hvernig komum við í veg fyrir að svona geti gerst aftur?

Umfram allt þetta þá verðum við að brosa meira og horfa til betri tíðar.

Að síðustu er hér vinsamleg ábending til Alþingis.

Kæru Alþingismenn - íslenska þjóðin hefur meiri áhuga á að eiga mat út mánuðinn og þak yfir höfuðið heldur en ESB. Sýnið okkur að við séum enn í fyrsta sæti á hinu háa Alþingi.

Með bestu kveðju og von um betri tíð.


mbl.is Hafa hreðjatök á bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sárt að lesa hvað Sigrún hefur að segja um verk Sjálfstæðisflokksins?

Valsól (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 22:14

2 Smámynd: Kristbjörg Erla Hreinsdóttir

Hef aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn. Vonast hreinlega eftir að stjórnmálaflokkar verði lagðir niður í núverandi mynd og það verði tekið upp algerlega nýtt kerfi. Það sem mér finnst sárast er að við horfðum upp á þetta gerast. Trúðum því að þetta væri í lagi. Hvernig stóð á því að allir sem máli skiptu lofuðu útrásina og allt sem henni fylgdi? Hver ákvað að það væri í lagi að tryggja hlutabréfakaup með veði í bréfunum sjálfum?

Kristbjörg Erla Hreinsdóttir, 4.11.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband