Nokkrar tillögur

Hvernig væri að setja upp nám fyrir atvinnulausa, öryrkja, aldraða og hvern sem vill styrkja sjálfsmynd sína? Áhugasviðspróf, líkamlegt, bóklegt, andlegt... nám sem tekur á mörgum þáttum sem miða að því að hver og einn láti ljós sitt skína. Niðurgreiða hópeflisnámskeið fyrir vinnuhópa og annað sem kætir mannskapinn. Hrista íslensku þjóðina saman með öllum tiltækum ráðum.

Vinnumiðlun sem ríkið borgaði fyrir í formi atvinnuleysisbóta í einn mánuð. Þ.e.a.s. þeir sem sækjast eftir vinnukrafti á vegum ríkisins þurfa ekki að greiða laun 1. mánuðinn miðað við eðlilegan vinnutíma, þar sem þau eru greidd úr atvinnutrygginasjóði. Þetta form hentar vel ungu fólki sem á eftir að velja sér starfsvettvang. Kjörið að leyfa því að prófa sem flest.Eftir mánuð kæmi viðkomandi í viðtal til að sjá hvort starfið hentaði og hvort yfirmaðurinn vildi ráða þennan einstakling í stöðuna. Kaup og kjör eru rædd að því loknu og fundi er slitið.

Til að ráða í stöður á Alþingi myndi ég biðja þá sem sækjast eftir stólum að kynna sig í gegnum sérstaka heimasíðu á 8 mínútum. Sjónrænt og lesendavænt. Þeir sem sækjast eftir ráðherrastól þurfa að tilgreina embættið, en fá ekki lengri tíma til að kynna sig. Það skiptir máli að Jóna og Gunnar bjóði sig fram í þingsæti, rétt eins og núverandi alþingismenn. Aðeins þeir sem hafa nægilegt vit á málum koma til greina sem ráðherra. Hægt er að kjósa með aðgangslykli líkt og í heimabanka að lokinni sýningu/lesningu (já , nei og tek ekki afstöðu). Leiðbeiningar fylgja öllum lyklum sem sóst er eftir svo allir ættu að geta kosið sem hafa kosningarétt.

Rannsakendur, fólk sem hefur reynslu úr heimi Alþingis, fjölmiðla, dómara og fræknustu kaffistofuhugsuðurnir taka við þeim sem fengu flest atkvæði í sérstökum æfingabúðum þar sem fylgst er með hvernig fólkið vinnur í hóp. Þar munu efstu menn sitja hver í sinni „ríkisstjórn“ og leika hlutverkið eftir krefjandi verkefnum og tímatakmörkunum í eina viku.

Þegar rýnihóparnir hafa lokið vinnu sinni velja rannsakendur 3 umsækjendur um hvern ráðherrastól sem hafa skarað fram úr. Sýnt verður frá vinnu þeirra í æfingabúðunum á internetinu og í sjónvarpinu. Fólk mætir á kjörstað til að kjósa í embætti ráðherra. Hæfustu þingmennirnir í æfingabúðunum fá sjálfkrafa sæti á hinu nýja Alþingi Íslendinga, enda hafa þeir sannað ágæti sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband